- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hverjum námshópi hefur verið skipt upp í minni hópa sem telja ekki fleiri en 20 nemendur. Starfsmenn fylgja hverjum hópi. Þessum hópum hefur verið úthlutað; kennslurými, námsgögnum, salerni og öðru því sem þarf. Nemendur og starfsfólk mun eingöngu ganga um úthlutuð svæði skólanna og umgangast þá sem tilheyra þeirra hópi. Annars er öll umgengni um skólann óheimil nema með leyfi skólastjóra.
Starfsfólk skólans mun taka á móti nemendum við innganga og vísa þeim á réttan stað og fara nánar yfir skipulagið.
Það er afar mikilvægt að nemendur mæti rétt áður en kennsla hefst. Skólarnir opna ekki fyrr.
Aðgerðaráætlunin tekur gildi frá og með morgundeginum, þriðjudaginn 17. mars og verður í gildi á meðan auglýsing um samkomubann er í gildi eða skólastjóri tilkynnir annað.
Tilmæli til forráðamanna
- Kynna sér og fara að tilmælum heilbrigðisyfirvalda vegna farsóttarinnar, sjá www.covid.is
- Tilkynna veikindi á Mentor eða hringja í skólann.
- Nemendur komi með nesti.
- Foreldrar koma ekki inn í skólann. Skólinn er aðeins fyrir nemendur og starfsfólk.
- Ef foreldrar þurfa að sækja börn sín áður en skóla lýkur verður að hringja og láta vita og nemanda er fylgt út.
- Þeir nemendur sem mæta ekki verður tryggð kennsla og námsefni eftir föngum.
- Leiki nemendur sér saman innandyra eftir skóla er þess vænst að leikur fari fram innan árgangs.
Símanúmer
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir
Skólastjóri
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |