Forinnritun í framhaldsnám

Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2020 (fæddir 2004 eða síðar) hófst 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fengu sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið.

Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, allt fram til miðnættis 10. júní.  Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn.

Innritun á starfsbrautir fór fram 1.-29. febrúar.  Áætlað er að afgreiðslu umsókna þessara nemenda verði lokið fyrir lok apríl. Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið  innritun@mms.is.