Breyting á skólahaldi

Það er ljóst að skólahald mun taka einhverjum breytingum vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Stjórnendur skólans munu undirbúa breytt skólahald og gefa út seinnipart næstkomandi þriðjudag. Við biðjum því foreldra að fylgjast með heimasíðu, facebook síðu skólans og tölvupósti þegar nær dregur.

Markmiðið er að valda eins litlu raski á hefðbundu skólastarfi og kostur er. Aðstæður í samfélaginu eru fjarri því sem við þekkjum og erum vön. Það er mikilvægt að hlúa að börnunum okkar. Við vonum að fjölskyldur njóti vetrarfrísins, saman og heima. Sömuleiðis minnum við alla á persónulegar sóttvarnir; huga að þrifum, þvo hendur, spritta og bera grímu þar sem við á. Allar nánari upplýsingar á covid.is