Nýyrði, orð í glugga og seinnipartur

Nemendu sjötta bekkjar í Kappsmáli
Nemendu sjötta bekkjar í Kappsmáli

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.

Allir kennarar eru íslenskukennarar og viðfangsefni dagsins tóku mið af þessum hátíðisdegi. Nemendur fjölluðu um íslenska tungu sem er í stöðugri þróun samhliða samfélagsbreytingum hverju sinni og tækniþróun. Dæmi um nýtt orð árið 2020 er úrvinnslusóttkví. Í öðrum og þriðja bekk unnu nemendur með samsett orð og við nýyrðasmíð. Þeir smíðuðu meðal annars orðin sundlaugarblýantur, klukkuhamstur, dýrataska, skóladýr og súpubrúsi.

Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar skrifuðu orð í glugga á námssvæðinu sínu sem jákvæð skilaboð út í samfélagið. Nemendur bjuggu til marga orðabelgi þar sem þeir söfnuðu fallegasta orðinu, leiðinlegasta orðinu, lengsta orðinu, orðinu sem þeir notar mest, uppáhalds orðinu og skringilegasta orðinu. Þeir fóru svo í Kappsmáls-þátt og öttu kappi í íslenskunni.

Unglingarnir fjölluðu um Jónas Hallgrímsson, greindu Gunnarshólma og hlýddu á Hund í óskilum flytja það góða kvæði. Fjallað var um ljóðstafi í ljóðinu Ég bið að heilsa á meðan hlustað var á lagið. Þeir fræddust um daginn og tilurð hans. Rætt og fjallað var um bragfræði, einkum rím og ljóðstafasetningu. Síðan áttu þeir að botna fyrri parta eins og þessa;

Nóttin lengist, nálgast haust,

nístir kaldur vindur.

Manna verk er mengun öll,

margt sem þarf að laga.

Við hvetjum lesendur til að búa til sinn eigin seinnipart.

 

Nokkur nýyrði hjá nemendum annars og þriðja bekkjar.

Hér er Dælan að fara í gang í Kappsmáli.