- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Þann áttunda nóvember ár hvert er dagur helgaður baráttunni gegn einelti. Forsaga dagsins er sú að verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti ákvað á sínum tíma að standa að sérstökum degi gegn einelti og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 2011. Skipulag skólastarfs setti mark á framkvæmd dagsins hjá okkur. Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Með verkfærum Jákvæðs aga og Verkfærakistu Vöndu er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Nemendur fyrsta bekkjar horfðu á teiknimyndina Litla lirfan ljóta. Þeir unnur verkefni upp úr myndinni og munu áfram vinna að verkefnum sem tengjast henni sem byggja á bættum samskiptum, aukinni vellíðan og virðingu.
Nemendur í öðrum og þriðja bekk fengu kynningu á eineltishringnum. Þeir horfðu á valin atriði úr leikritinu Áfram Latibær sem fjallar m.a. um Höllu hrekkjusvín, Sollu stirðu og Íþróttaálfinn og æfðu sig í að staðsetja þau í hringnum. Nemendur fjölluðu um vináttuna; hvað vinir gera og segja og föndruðu einstaklinga eða vini úr tunguspöðum.
Nemendur fjórða og fimmta bekkjar horfðu á fræðslumynd um einelti og ræddu um innihald hennar. Þeir skoðuðu fréttir sem tengjast einelti, m.a. um félag sem nemendur sjöunda bekkjar í Hörðuvallaskóla í Kópavogi stofnuðu sem berst gegn einelti. Sjá fréttina HÉR. Nemendur horfðu á fræðslufyrirlestur handa börnum frá Vöndu Sigurgeirsdóttur um einelti og fengu foreldrar þeirra póst með sambærilegum fyrirlestri fyrir fullorðna.
Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar fóru yfir eineltishringinn. Þeir fræddust um fræga einstaklinga sem urðu fyrir einelti í æsku og hafa nú stigið fram. Nemendur fóru í lausnaleit til að leita leiða til að sporna gegn einelti. Þeir unnu slagorð á miða sem prýða nú veggi í kennslustofum og sameiginlegum rýmum.
Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar unnu með skólabrag og mikilvægi þess að hann sé jákvæður og uppbyggilegur. Sú umræða var tengd líðan hvers og eins. Hugtakið skólabragur var skilgreint. Nemendur leituðu leiða hvernig hver og ein manneskja hefur áhrif á braginn. Nemendur bentu á leiðir hvað mætti betur fara til að gera góðan skóla betri.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |