Heimsókn frá lögreglu

Silja Rún Reynisdóttir, forvarnarfulltrúi lögreglunnar.
Silja Rún Reynisdóttir, forvarnarfulltrúi lögreglunnar.

 

Nýlega var Silja Rún Reynisdóttir ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan segir að samfélagið kalli á starfsemina og var talið mikilvægt að endurvekja hana. Silja Rún hefur starfað hjá embættinu síðan 2016 en forvarnarstarfið er á ákveðnum byrjunarreit þó að lögreglan sinni ýmsum forvarnarverkefnum. Markmiðið er að auka fræðslu og forvarnir þar sem þörf er á.

Silja Rún heimsótti nýlega unglingana okkar þar sem hún fjallaði um sakhæfi, þ.e. hvað það þýðir. Auk þess að fjalla um unglinga, ofbeldi með áherslu á starfrænt ofbeldi. Lögreglan telur ofbeldi hafa færst í vöxt og að unglingar taki myndbönd af átökum og slagsmálum og birti á netinu. Silja Rún fjallaði um mikilvægi þess að börn og ungmenni láti einhvern fullorðinn vita þegar upp koma hvers konar vandamál. Hún fjallaði sömuleiðis um vímuefni, kynferðisbrot og stafrænt kynferðisofbeldi. Hún benti á ýmis tæki og verkfæri sem standa börnum og ungmennum til boða þegar leita þarf aðstoðar. Hægt er að hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112 eða fara á vefsvæði www.112.is , hægt að hringja í hjálparsíma Rauðar Krossins 1717 og benti Silja Rún á Bergið Headspace sem er ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. En það er gjaldfrjálst, sjá www.bergid.is.

 

Við þökkum lögregluembættinu og Silju Rún kærlega fyrir heimsóknina og fögnum þessu nýja starfi.