Sveitahjólaferð

Nemendur fjórða bekkjar hafa farið í sveitaferð undanfarin ár en sú hefð hefur þróast aðeins hjá okkur. Markmiðið með ferðinni var að skoða húsdýrin, afurðir og kynnast lífinu í sveitinni. Í stað þess að fara um í rútu um sveitir Þingeyjarsýslu þá hjóluðu þeir saman annars vegar upp að Grobbholti og suður í Saltvík.

Í Grobbholti fengu krakkarnir að halda á lömbum, kanínum, hænum og dúfum og skoða sig um. Þaðan var lá leiðin að Katlavelli þar sem þeir áðu um stund og fengu sér nesti. Síðan var hjólað í Saltvík þar sem krakkarnir fóru á hestbak. Áður en haldið var heim á leið var nestið klárað. Dagurinn tókst vel enda bjart og fallegt veður þrátt fyrir svala. Við þökkum þeim sem tóku á móti nemendumokkar kærlega fyrir.