- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Ærslabelgurinn býður upp á ýmsa leiki og fjör. Það er mikilvægt að kenna börnum góða leiki. Því miður hefur það gerst að stórum steinum og grjóti hefur verið komið fyrir á belgnum og svo er farið að hoppa. Grjótið kastast til og frá og af þessu hafa orðið slys. Við biðjum foreldra að ræða þetta heima fyrir og það gerum við einnig hér í skólanum. Ástæða þess að við erum að nefna þetta hér er að þessi leikur fer að miklu leyti fram utan skóla tíma.
Um leið er belgurinn er tækifæri til að kenna börnum okkar tillitssemi og góða háttsemi. Börn á öllum aldri sækja í að leika sér á belgnum. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og sama gildir á belgnum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |