Niðurstöður framhaldskönnunar meðal foreldra

Skólapúlsinn er tæki til að meta gæði skólastarfs. Úrtak allra aðila skólasamfélagsins svara spurningakönnun á tveggja til þriggja ára fresti, þ.e. foreldrar, nemendur og starfsfólk. Skólapúlsinn er áreiðanlegt sjálfsmat fyrir lifandi skólastarf. Þess vegna þarf að rýna í niðurstöður og gaumgæfa hvar eru tækifæri til að gera betur.

Nú liggja fyrir niðurstöður foreldrakönnunar á yfirstandandi skólaári. Okkur langaði að fá skýrari mynd á stöðu mála er varðar upplifun foreldra á einelti á skólatíma og aðgerðum skólans þegar upp kemur einelti.

Þess vegna var send spurningakönnun á alla foreldra skólans með sex spurningum:

-     Hefur þú kynnt þér eineltisáætlun skólans og verkferla þegar upp kemur eineltismál?

-     Telur þú að barnið þitt eigi í vanda núna vegna samskipta í skólanum?

-     Telur þú að barnið þitt sé þolandi í einelti núna í skólanum?

-     Telur þú að barnið þitt sé gerandi/þátttakandi í einelti núna í skólanum?

-     Ert þú ánægð(ur) með úrvinnslu eineltismála í skólanum?

-     Lætur þú skólann vita ef/þegar þig grunar að einelti eigi sér stað í skólanum?

 

Könnunin var nafnlaus en svarhlutfall var 46,4%. Þegar spurt er um eineltisáætlun og verkferla þá telja 14% sig þekkja mjög vel til, 53% kannast við það og 33% þekki það ekki. Þrír af hverjum fjórum telja að barnið sitt sé ekki í samskiptavanda í skólanum en einn af hverjum fjórum telja svo vera og hafa látið vita af því. Innan við 1% telja barn sitt í samskiptavanda en ekki látið vita af því.

Í 92% tilfella telja foreldrar að barn þeirra sé ekki þolandi eineltis í skólanum núna. Innan við 2% telja að svo sé og um 6% grunar að svo sé. Aðeins einn svarandi telur að barnið sitt sé gerandi eða þátttakandi í einelti í skólanum.

Þegar kemur að úrvinnslu eineltismála segjast 23% vera ánægð með úrvinnslu eineltismála í skólanum en 12% ekki. Í 64% tilfella segja foreldrar að það eigi ekki við sitt barn.

Í 97% tilfella segja foreldrar að þeir láti vita ef þá grunar að einelti eigi sér stað í skólanum en 3% svara því neitandi.

 

Við skólann starfar teymi gegn einelti og á undanförnum árum höfum við lagt aukna áherslu á forvarnir í eineltismálum og gert málaflokkinn sýnilegri í skólastarfinu. Til að greina samskipti og einelti meðal nemenda beitum við markvisst tengslakönnunum, könnum líðan og fleiri verkfærum úr Verkfærakistu Vöndu. Við hvetjum foreldra til að kynna sér viðbragsðáætlun og eineltisferla sem má finna HÉR.

 

Það allra mikilvægasta verður samt alltaf; að láta vita hafi maður minnsta grun. 

 

Sjá myndskýringar hér að neðan.