- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hefðbundið skólahald hefst á morgun, mánudaginn 11. október. Margir nemendur og nokkrir starfsmenn þurftu að fara í sóttkví. Þá var nokkuð um smit innan skólans. Með lokun skólans liðna viku er talið að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari smit. Ekki greindust frekari smit um helgina. Við þökkum kærlega þá samvinnu sem hefur einkennt þessa viku til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Starfsemi skólamötuneytis og Frístundar verður með eðlilegum hætti.
Við þurfum að halda áfram að vera á verði og huga að persónulegum sóttvörnum. Við óskum eftir því að þeir nemendur sem sýna kvefeinkenni, hósta eða hálsbólgu komi ekki í skólann. Verum áfram vakandi fyrir einkennum covid og förum sjálf eða með börnin í sýnatöku ef við verðum vör við eftirfarandi einkenni: hósti, hiti, hálssærindi, kvefeinkenni, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta kviðverkir, niðurgangur, uppköst, skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni, höfuðverkur. Einkennin geta virst lítil, en mikilvægt er að fara strax í sýnatöku hversu lítilvæg sem einkennin eru.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |