- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólinn sótti um í Yrkjusjóði en Yrkja er sjóður æskunnar til ræktunar landsins sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Skógræktarfélag Íslands heldur utan um sjóðinn. Skólinn sótti um í sjóðinn síðast fyrir meira en áratug en það er vilji til að koma upp skólaskógi í nágrenni skólans. Svæðið austur af Grundarhól við Strandberg varð fyrir valinu en þangað er stutta að fara.
Nemendur fyrsta og tíunda bekkjar fóru snemma morguns í liðinni viku og gróðursettu um hundrað plöntur af íslensku birki. Það gekk ljómandi vel þrátt fyrir hráslagalegt veður. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessum skógi vaxa og spretta. Í framtíðinni geta nemendur notið þar útiveru í náttúrunni sem sjálfir sköpuðu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |