- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Þórsveri á Þórshöfn. Níu sjöundubekkingar af skólasvæðinu komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Ógn eftir Hrund Hlöðversdóttur. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Þórarinn frá Steintúni. En í þriðju og síðustu umferð höfðu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja.
Í fyrsta sæti var Daníel Snær Lund úr Borgarhólsskóla, í öðru sæti var Karen Linda Sigmarsdóttir úr Borgarhólsskóla og þriðja sæti skipaði Tinna Marlis Gunnarsdóttir úr Grunnskólanum á Þórshöfn. Lesarar úr Borgarhólsskóla auk Daníels Snæs og Karenar Lindu voru Bryndís Vala Þorkelsdóttir og Sveinn Jörundur Björnsson og voru þau öll skólanum til mikils sóma.
Áður höfðu samtökin Raddir veg og vanda að skipulagningu keppninnar en þau hafa nú sleppt haldinu og munu skólarnir og sveitarfélögin á svæðinu skipuleggja keppnina. Ætlunin er að keppnin fari árlega á milli skóla og skáld keppninnar taki mið af því.
Tinna Marlis, Daníel Snær og Karen Linda
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |