- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem var í vorferð í lok hvers skólaárs. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Nemendur fyrsta bekkjar fluttu Krummi svaf í Klettgjá, nemendur í þriðja bekk dönsuðu kúrekadans og nemendur í fimmta bekk spiluðu á marimba og kom fram sem hljómsveit. Stærsta atriðið á samkomunni venju samkvæmt er leikrit sjöunda bekkjar.
Nemendur settu upp Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Hver og einn, í hvaða atriði sem er sigrar sjálfan sig með því að koma, syngja, dansa og leika. Þess vegna er mikilvægt að halda í þessa hefð.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |