- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er löng hef fyrir skólasamkomu í Borgarhólsskóla. Nemendur koma fram, setja upp leikrit, syngja, dansa eða leika á hljóðfæri. Á því er engin undantekning að þessu sinni. Nemendur sjöunda bekkjar hafa undanfarið unnið að uppsetningu á leikritinu Sagan af bláa hnettinum í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Ágóði af skólasamkomu rennur í ferðasjóð sjöunda bekkjar hverju sinni. Nemendur fimmta, þriðja og fyrsta bekkjar flytja sömuleiðis atriði á samkomunni.
Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Frumsýning á samkomunni er í dag. Klukkan 17:30 síðar í dag, á morgun bæði klukkan 9:30 og klukkan 17:30. Annað kvöld klukkan 20 verður sýning á leikriti sjöunda bekkjar. Við hvetjum fólk til að koma á sýninguna og gleðjast með nemendum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |