31.08.2022
Sumarið í ár hefur ekki verið upp á marga fiska og engu líkara en að í kjölfar besta sumars í manna minnum á síðasta ári; hafi verið tekið upp kvótakerfi yfir sólarstundir. Gæða sólarstundir hafa enda aðeins verið á færi þeirra sem geta sótt þær á fjarlægari mið þetta sumarið.
Sumarið lét þó loks sjá sig í byrjun vikunnar og í gær þriðjudag voru veðurgæði á við það sem best gerðist síðasta sumar.
Lesa meira
30.08.2022
Nýlega lauk Trésmiðjan Rein við að skipta um þak á gömlu byggingunni. Búið er að skipta um gervigras á sparkvöllunum og framkvæmdir standa yfir í Námsveri skólans. Við fljúgum yfir skólann og sjáum hvernig skólinn er hjartað í Húsavík, hávaxin tré og útsýni út á flóann.
Lesa meira
22.08.2022
Skólastarf hófst í Borgarhólsskóla í dag. Sólin skein og nemendur mættu á Borgarhólinn í morgun ásamt foreldrum sínum. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri hélt tölu á stuttri athöfn ásamt Guðna Bragasyni, nýjum skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. En Þórgunnur var í námsleyfi á síðasta skólaári og sagðist hlakka mikið til komandi skólaárs.
Lesa meira
19.08.2022
Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 22. ágúst. Nemendur í fyrsta til fimmta bekkjar mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta í skólann kl. 9:30. Nemendur mæta við skólann og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta dag.
Lesa meira
24.06.2022
Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 10. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira
13.06.2022
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Rannsóknin nær til 4., 6., 8. og 10. bekk. Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum. Könnunin var lögð fyrir í mars og apríl.
Niðurstöður úr Borgarhólsskóla eru bornar saman við skóla á Norðurlandi eystra utan Akureyrar og svo landið allt.
Lesa meira
08.06.2022
Niðurstöður nemendakönnunar eldri nemenda á því skólaári sem nú er að ljúka liggja fyrir. Niðurstöður foreldra- og nemendakönnunar Skólapúlsins hafa ávallt verið aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Lesa meira
03.06.2022
Skólaferðir eru hluti af skólastarfinu og mikið nám sem fer fram í þeim. Nemendur sjötta bekkjar fóru nýlega austur á bóginn með viðkomu í Gljúfrastofu, Kópaskeri og enduðu ferðina á Raufarhöfn. Eins og námskráin í samfélagsgreinum gerir ráð fyrir að við lok sjöunda bekkjar geti nemandi greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf.
Lesa meira
02.06.2022
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira
31.05.2022
Síðastliðna daga hefur verið mikil veðurblíða á Húsavík, sól og hlý gola. Nemendur hafa notað dagana til útiveru og leikja með starfsfólki. Við settum upp vatnsrennibraut við sundlaugina í samvinnu við Slökkvilið Norðurþings. Krakkarnir fengu að ylja sér og leika í sundlauginni og við þökkum starfsfólki þar kærlega fyrir liðlegheitin. Unglingarnir fóru í belgjaslag í anda sjómannadags og hoppuðu í sjóinn við Húsavíkurhöfn í samstarfi við björgunarsveitina Garðar. GPG bauð nemendum upp á heit böð í körum sem við þökkum fyrir. Við leyfum myndunum að tala sínu máli, sjá myndir HÉR sem hirðljósmyndari skólans tók.
Lesa meira