- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Loftslagsbreytingar og auðlindanýting eru hugtök sem hafa mikil áhrif á kennslu samtímans. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði er meðal annars fjallað um að nemandi geti lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá hugsanlegri þróun í framtíðinni. Sömuleiðis að geta gert grein fyrir notkun manna á auðlindum og dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs.
Nemendur í sjötta og sjöunda bekk fengust við verkefni í náttúrugreinum sem fólst í að ræða um gróðurhúsaáhrif og samtímaumræðuna um auðlindanýtingu, loftslagsbreytingar og áhrif á manninn. Þeir rædd um einnota dót, neyslumenningu, matarsóun, samgöngur og það hvernig maðurinn hagar sér í þessum málaflokkum. Nemendur unnu síðan verkefni þessu samhliða og hvað mætti gera betur. Auk þess áttu nemendur að deila þeim boðskap heima fyrir.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |