- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Fyrir nokkru fékk hver nemandi í áttunda, níunda og tíunda bekk chromebook fartölvu afhenta til að nota við nám sitt. Tölvur hafa á undanförnum árum sannað gildi sitt í skólastarfi og mestu jákvæðu áhrifin verða þegar hver nemandi hefur sitt eigið tæki. Með því að nota tölvu í námi er vonast til að nemandi hafi meira val um hvernig hann vinnur verkefni og að námið verði skemmtilegra og fjölbreyttara og að hann geti lært á þann hátt sem hentar honum best.
Nýlega fékk hver nemandi í sjötta og sjöunda bekk slíkar fartölvu afhenta til að nota við nám sitt í skólanum. Nemendur geyma tölvurnar í skólanum og stýrir starfsfólk notkun þeirra. Tölvan er fyrst og fremst námstæki. Tölvurnar eru tengdar þráðlausu neti í skólanum og skráðar á skólabókasafni. Nemendur fengu kynningu og fyrirlestur um innleiðinguna, hvernig megi nota tölvurnar og hvað ber að varast. Við vonum til að námið verði fjölbreyttara og opni möguleika á fleiri leiðum til náms.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |