- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2022 og 2023 liggur fyrir og öllum aðgengilegt. Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið. Skólaár nemenda hefst 22. ágúst 2022 og lýkur 3. júní 2023. Dagar sem eru merktir með grænu eru nemendadagar þar sem skólastarf er óhefðbundið og víkur frá stundatöflu. Nemendur eru í leyfi frá skóla á bæði bláum og gulum dögum en gulir dagar eru skipulagsdagar þar sem starfsfólk er við störf eða á námskeiði.
Síðasti dagur fyrir jól verður 20. desember 2022 og kennsla hefst aftur 3. janúar 2023. Vetrarfrí verður um mánaðarmótin október, nóvember en eftir áramótin fá nemendur frí frá skóla á meðan starfsfólk hyggst fara í námsferð og því ekkert vetrarfrí ofan á það.
Skóladagatalið má finna HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |