- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 22. ágúst. Nemendur í fyrsta til fimmta bekkjar mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta í skólann kl. 9:30. Nemendur mæta við skólann og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta dag.
Það er að ýmsu að hyggja í upphafi skólaárs eins og skráningu í mötuneyti, góðri skólatösku, íþrótta- og sundfötum o.fl. Þá er mikið magn upplýsinga á heimasíðu skólans eins og skóladagatal, matseðill, skólasýn o.fl.
Við hlökkum til skólaársins með ykkur.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |