- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í dag er alþjóðadagur læsis. Skólinn var opinn foreldrum, öfum, ömmum, gestum og gangandi og voru margir sem kíktu í heimsókn með góða bók eða dagblað til að glugga í. Markmiðið var að glæða áhuga á lestri og stuðla að meiri lestrarmenningu meðal nemenda og skólasamfélagsins um leið. Gestir spjölluðu við nemendur, tefldu og lásu með nemendum.
Það er ánægjulegt að geta opnað dyrnar og stækkað skólasamfélagið eftir heimsfaraldur covid-19. En alþjóðadagur læsis hefur verið haldinn síðan 1965 að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Nemendur og starfsfólk hafði gaman af því að fá gesti í heimsókn en við vinnum að því að koma verkefninu Lestrarvinir aftur á sem lið í skólastarfinu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |