- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Verkefnið List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Barnamenningu er oft skipt í þrjá flokka: menning fyrir börn, menning með börnum og menning sköpuð af börnum. List fyrir alla leggur megináherslu á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Áherslan er á listamanninn/mennina sem búa til og skapa listverkefni fyrir börn annars vegar og með börnum hins vegar. Menning sköpuð af börnum er stundum nefnd leikjamenning barna. Það er sú menning sem verður til innan barnahópsins í umhverfinu, oft sjálfsprottin og án tilstuðlunar hinna fullorðnu.
Þær Eyrún Ævarsdóttir, sirkuslistakona og Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur heimsóttu skólann okkar nýlega með listasmiðjuna Sæskrímslið. Smiðjan er hluti af sköpunarferli fyrir stórt götuleikhúsverk sem mun ferðast um landið næsta sumar. Samtöl við krakkana og útkoman úr smiðjunni mun hafa bein áhrif á útlit og eiginleika skrímslanna sem munu birtast í verkinu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |