- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið allt umlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni.
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Veðurblíðan var með besta móti í liðinni viku og því ákveðið að nýta hana til heilsuræktar, göngu og útiveru.
Nemendur fyrsta bekkjar notuðu daginn í sundlauginni til að leika og skemmta sér enda útlandastemning í lauginni. Í öðrum og þriðja bekk var haldið upp í skógræktina í Skálamel, áð og snætt nesti. Á leiðinni til baka lentu nemendur og starfsfólk í lúpínubreiðum og máttu hafa sig við að þræða í gegnum hana. Nemendur fjórða og fimmta gengu upp að golfvelli og að Kötlunum. Sjöttu og sjöundi bekkur gekk suður með sjó að Gvendarbás.
Unglingarnir héldu áleiðis austur í Vatnajökulsþjóðgarð í Jökulsárgljúfrum. Gengið var úr Hólmatungum niður i Vesturdal í blíðskaparveðri, sól og svölu lofti. Gróðurinn skartaði fallegum haustlitum og náttúruupplifunin eftir því.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |