- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Vatn er ein af undirstöðum lífs á jörðinni og kemur fyrir á þrennskonar formi: fljótandi, frosið eða sem gufa. Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum. Þörungar gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi sjávar. Vistfræðileg staða þeirra er sambærileg við gróður á þurrlendi. Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar fást við vatn, sjó og þörunga þessa dagana.
Nemendur fræðast um plast og plastmengun og hvað sé hægt að gera til að draga úr plastnotkun. Sömuleiðis var fjallað um mikilvægi aðgengi að hreinu vatni, hvar er hreint vatn á Jörðinni og hvernig eru aðstæður fólks þar sem hreint vatn er af skornum skammti.
Nemendur lærðu um lífríki sjávar, völdu sér sína uppáhalds lífveru og gerðust sérfræðingar um þá veru. Nemendur fengu að kryfja fiska og skoða nánar. Farið var í heimsókn á Hvalasafnið og fjallað um þörunga.
Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nemandi geti; gert grein fyrir muni á hreinu vatni og menguðu, hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun, gert grein fyrir notkun manna á auðlindum og gert grein fyrir næringargildi ólíkrar fæðu og hverskonar fæða er framleidd á Íslandi svo dæmi séu tekin.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |