- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hreyfing hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Mjög mikilvægt er að við förum út og hreyfum okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, það hreinsar hugann.
Útivistardagur, hvar við eflum líkama og sál er merktur inn á skóladagatal og er uppbrotsdagur. Við bíðum alltaf færis og grípum tækifæri þegar vel viðrar og hentar. Nemendur fyrsta bekkjar gripu daginn í dag. Gengið var að Jónasartúni eða Hjarðarholtstúni þar sem nemendur fengu smá fróðleik um svæðið. En þar er örnefnið Stórhólstjörn en tjörn myndast þar ekki lengur. Því mætti kalla brekkuna sem nemendur renndu sér í Stórhólsbrekku. Eftir lambasteikina í hádeginu var aftur haldið út og nú upp í Holt þar sem nemendur gæddu sér á kakó með rjóma sem þótti mikið sport.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |