- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nýlega fór fram Norðurorg, söngkeppni Samfés (samtök félagsmiðstöðva) á Norðurlandi. En það er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi en þær 19 talsins. Keppnin var haldin á Sauðárkróki þar sem um 500 ungmenni á Norðurlandi komu saman. Keppt var um fimm sæti sem verða fulltrúar Norðlendinga í söngkeppni Samfés á landsvísu sem hefur verið haldin síðan árið 1992. Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá því hún var haldin í fyrsta sinn. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína og alla landsmenn þar sem keppninni er oftast sjónvarpað í beinni útsendingu.
Félagsmiðstöðin Tún átti fulltrúa í keppninni, hana Hólmfríði Bjartey Hjaltalín sem flutti lagið If i ain't got you eftir Alicia Keys. Hún komst áfram í keppninni með glæsilegan flutning á laginu og verður fulltrúi Túns í lokakeppni Samfés. Við óskum henni velgengni og til hamingju, vel gert. Við fengum leyfi frá móður Hólmfríðar Bjarteyjar til að birta myndband af atriðinu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |