- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í dag fagnar UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna alþjóðalega tungumáladeginum. Tilgangurinn er að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. Aukin vitundarvakning hefur orðið um allan heim um hve mikilvæg tungumál séu til að þróa sjálfbær samfélög. Menningarlegur fjölbreytileiki er nauðsynlegur sem og samstarf til að öll hafi aðgang að góðri menntun.
Síðastliðin ár hafa tungumál á Íslandi sem börn og ungmenni nota verið kortlögð með það að markmiði að „stuðla að jákvæðri umræðu um tungumál og fjöltyngi,“ að því er segir í tilkynningu frá vinnuhópi Móðurmáls-samtaka um tvítyngi.
Með þessu er vonast til þess að skapa námsmenningu þar sem börn og unglingar upplifa stolt yfir auði tungumálsins. Mikilvægt sé að þau átti sig á hve tungumálið er mikilvægt fyrir sjálfsmynd og tilfinningalíf hvers og eins. Meðal niðurstöðu vinnuhópsins er að 109 tungumál eru töluð í íslenskum skólum. Í Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur eru töluð ellefu tungumál með einum eða öðrum hætti.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |