- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Söngkeppni Samfés fór fram í Laugardalshöll um liðna helgi þar sem 29 af bestu söngatriðum félagsmiðstöðva landsins komu fram á stóra sviðinu. Allir keppendur voru búnir að komast áfram í gegnum undankeppnir sem fóru fram í öllum landshlutum og má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar landsins hafi komið þar fram.
Fulltrúi Túns, félagsmiðstöðvarinnar á Húsavík var Íris Alma Kristjánsdóttir í tíunda bekk skólans. Hún flutti hún lagið Proud og lenti í öðru sæti í keppninni. Til hamingju með árangurinn Íris Alma.
Sigurvegari Söngkeppni Samfés 2024 er Guðjón Þorgils Kristjánsson úr félagsmiðstöðinni Skýjaborg sem söng lagið What was I made for? Í þriðja sæti hafnaði Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir og hljómsveitin Basl úr félagsmiðstöðinni Elítan með lagið Zombie.
Dómnefndina skipuðu þau Júlí Heiðar Halldórsson, Saga Matthildur Árnadóttir og Birgir Steinn Stefánsson.
Atriði Túns og flutning Írisar Ölmu má sjá hér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |