- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Á hverju vori blæs sveitarfélagið Norðurþings til hreinsunarviku. Í því felst að íbúar, fyrirtæki og stofnanir taka til í sínum ranni og félagasamtökum úthlutað svæði til að hreinsa rusl eftir veturinn.
Nemendur og starfsfólk skólans hreinsuðu valin svæði á Húsavík að þessu tilefni. Fyrir utan hið augljósa að eftir er hreinna umhverfi fallegra þá stuðlar slíkt að aukinni umhverfisvitund. Til verður skilningur á áhrifum rusls á náttúruna. Sömuleiðis er það markmið að fólk sem tínir rusl er líklegra að tileinka sér meiri ábyrgðartilfinningu, ekki aðeins fyrir eigin gerðum heldur einnig fyrir samfélaginu sem fólk er hluti af.
Þannig viljum við í skólanum vera öðrum góð fyrirmynd. Við hvetjum öll til umhverfisvitundar og stuðla saman að bættu umhverfi og aukinni samfélagsvitund.
Nemendur sjötta og sjöunda undir Beinabakka
Ruslið sem nemendur annars og þriðja söfnuðu saman
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |