21.08.2023
Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur er á morgun mánudaginn, 22. ágúst. Nemendur í fyrsta til fimmta bekkjar mæta í skólann kl. 8:15. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta í skólann kl. 9:15. Nemendur mæta við skólann og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta dag.
Lesa meira
15.06.2023
Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 10. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira
06.06.2023
Að vinna saman, fara út fyrir eigin þægindaramma og gera kröfur til sjálfs sín. Í skólaárs á þriggja ára fresti blásum við til Survivor leika. Nemendum á unglingastigi er skipt í fjóra hópa eða ættbálka; þurfa að kjósa ættarhöfðingja, skapa jákvæða og góða stemningu, semja hvatningarhróp sem ber hverjum hópi byr í brjóst. Jafnframt þarf að skipuleggja þau verkefni sem bíða hópsins. Þrautir sem reyna á líkama, huga og sál. Þrautirnar krefjast þess að í hverjum ættbálki þurfa nemendur að hlaupa, stökkva, hugsa, elda, koma fram og hafa úthald og útsjónarsemi svo dæmi séu tekin.
Lesa meira
02.06.2023
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hvert og eitt heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira
02.06.2023
Skólaárinu 2022-2023 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hvers konar uppbroti. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri ræddi við nemendur á sal og hvatti krakkana til dáða, það eru alltaf tækifæri til bætingar í öllu. Að því loknu voru sungin nokkur lög. Umsjónarkennarar afhentu vitnisburð skólaársins. Búið er að opna fyrir birtingu á hæfnikortum í mentor og við hvetjum foreldra til að rýna í þau.
Lesa meira
24.05.2023
Skólaárinu 2022-2023 fer senn að ljúka. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2023 - 2024 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira
22.05.2023
Undanfarið hafa nemendur fyrsta bekkjar unnið með söguna Litla lirfan ljóta sem hluti af byrjendalæsisverkefni. Nemendur læra um valdar íslenskar plöntur og lesa bókinni Komdu og skoðaðu umhverfið. Þannig eru íslenska, stærðfræði, náttúru- og samfélagsfræði samþættar í kennslunni.
Lesa meira
19.05.2023
Hvað ef krakkar réðu öllu? Væri heimurinn betri eða kannski miklu verri? Hvaða vald hafa krakkar sem er fullorðnum hulið? Krakkaveldi eru samtök krakka sem vilja breyta heiminum. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Lesa meira
15.05.2023
Árlega hafa nemendur níunda bekkjar skólans farið í skólabúðir Ungmennafélags Íslands, áður að Laugum í Sælingsdal og síðustu ár við Laugarvatn. Nýlega var þeim búðum lokað vegna mygluvandamála og þurfti að fella þá ferð niður að þessu sinni. Kennarar og nemendur níunda bekkjar tóku málin í eigin hendur og skipulögðu ferð til að verja tíma saman, gleðjast og vinna saman.
Lesa meira
15.05.2023
Í lögum um umboðsmann barna er kveðið á um að haldið verði annað hvert ár þing um málefni barna. Umboðsmaður barna boðar til þingsins og kynnir niðurstöður og ályktanir þess fyrir ríkisstjórn. Barnaþing skapar reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að láta skoðanir sínar í ljós og gefur stjórnvöldum tækifæri á að fylgja hugmyndum þeirra eftir og koma tillögum þeirra í framkvæmd.
Lesa meira