19.10.2023
Nemendur annars bekkjar heimsóttu nýlega nemendur sjöunda bekkjar. Nemendur fyrsta bekkjar eru vinabekkur sjötta bekkjar og þannig koll af kolli upp í tíunda. Umsjónarkennarar skipuleggja vinabekkjarhitting yfir skólaárið.
Lesa meira
12.10.2023
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Rannsóknin nær til 4. til og með 10. bekk. Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum. Könnunin var lögð fyrir í mars og apríl.
Niðurstöður úr Borgarhólsskóla eru bornar saman við skóla á Norðurlandi eystra utan Akureyrar og svo landið allt. Við höfum tekið saman helstu niðurstöðu í hverjum árgangi og hvar niðurstöður í okkar skóla víkja frá sambærilegm niðurstöðum á landsvísu og á Norðurlandi. Sömuleiðis hvar er niðurstöður benda til mismunar milli drengja og stúlkna.
Lesa meira
06.10.2023
Vatn er ein af undirstöðum lífs á jörðinni og kemur fyrir á þrennskonar formi: fljótandi, frosið eða sem gufa. Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum. Þörungar gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi sjávar. Vistfræðileg staða þeirra er sambærileg við gróður á þurrlendi. Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar fást við vatn, sjó og þörunga þessa dagana.
Lesa meira
04.10.2023
Nýlega var Mikael Þorsteinsson ráðinn í stöðu yfirmatráðs við Skólamötuneyti Húsavíkur. Hann starfið áður sem matráður í mötuneytinu. Við bjóðum hann velkominn í starfið og hlökkum til samstarfsins. Í dag var síðasti dagur Fannars Emils Jónsonar sem yfirmatráðs og þökkum við hönum farsælt samstarf undanfarin ár og óskum honum velgengni í nýju starfi.
Lesa meira
19.09.2023
Verkefnið List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Lesa meira
18.09.2023
Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið allt umlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni.
Lesa meira
08.09.2023
Þórunnarsjóður var á sínum tíma til minningar um Þórunni Havsteen, sýslumannsfrú á Húsavík. Kvenfélag Húsavíkur hélt utan um sjóðinn en hann var nýlega lagður niður. Að því tilefni gaf Kvenfélag Húsavíkur skólanum veglega gjöf.
Lesa meira
05.09.2023
Haustið heilsar okkur með veðurblíðu. Borgarhólsskóli er skráður til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann", sem nýtur stuðnings "Go for Green" og annarra samstarfsaðila.
Lesa meira
29.08.2023
Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira
22.08.2023
Skólastarf hófst í Borgarhólsskóla í dag. Íslenski fáninn við hún og nemendur mættu á Borgarhólinn í morgun ásamt foreldrum sínum. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri hélt tölu á stuttri athöfn í Sal skólans ásamt Guðna Bragasyni, skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Þórgunnur þakkaði félagasamtökum sem hafa sýnt skólanum velvilja með peningagjöf. Kvenfélag Húsavíkur færði skólanum hálfa milljón að gjöf sem er ætlað að verja til húsgangakaupa fyrir nemendur og Lionsklúbbur Húsavíkur sem gaf skólanum 250 þús. kr. til tölvu og tæknimála.
Lesa meira