Fréttir

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Velferðarvísar í mótun

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, áður Menntamálastofnun, vinnur að þróunarverkefni við gerð skimunartækis til að auka farsæld barna að skoskri fyrirmynd. Það er með vísan í samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira

Skoffín og skringilmenni

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri kom í heimsókn í morgun með leiksýninguna og öróperu Skoffín og skringilmenni. Hópurinn var stofnaður árð 2022 og er skipaður sex atvinnulistamönnum. Nemendur fjórða til og með sjöunda bekkjar bauðst að fara á sýninguna sem er söngleikur sem fjallar um íslenska tungu. Þjóðsagnapersónur birtast á sviðinu í söng og leik.
Lesa meira

Bekkjarfundur og lausnaleit enduðu á borði sveitarstjóra

Nemendur koma reglulega saman til bekkjarfundar í skólanum. Á dagskrá eru ýmis málefni, lausnaleit og upprifjun á verkefnum Jákvæðs aga. Nemendur annars bekkjar voru á sínum vikulega fundi þar sem nemendur og starfsfólk leituðu lausna á því hvar væri hægt að klifra á skólaóðinni. En nemendur hafa verið að klifra á ruslatunnum skólans sem eru einmitt staðsettar við lítinn klifurvegg eða á öðrum óæskilegum stöðum.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs 2024-2025

Skólaárinu 2023-2024 lýkur senn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2024 - 2025 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira

Að halda í og skapa jákvæðar lestrarstundir

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám.
Lesa meira

Páskafrí, gleðilega páskahátíð

Nemendur og starfsfólk halda nú glöð og ánægð inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að öll eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla heldur áfram þriðjudaginn 2. apríl næstkomandi. Þeir eru margir málshættirnir og HÉR má finna upplýsingar um málshætti og skemmtileg verkefni þeim tengd, eins og Dropinn holar ekki steininn með valdi heldur með því að falla stöðugt.
Lesa meira

Líttu inn í Latabæ

Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fara í skólaferðalag í lok skólaárs. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira

Að kanna hagi ungs fólks

Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Lesa meira

Innritun í framhaldsnám opnar senn

Senn hefst innritun í framhaldsskóla fyrir komandi skólaárið 2024-2025. Því eru spennandi tímar í vændum. Við vekja athygli nemenda sem ljúka senn grunnskólagöngu sinni og foreldrum þeirra á því að á næstu dögum munu nemendur fá afhent bréf í skólanum.
Lesa meira