Nemendur rannsaka nærumhverfið

Nærumhverfi okkar bæði náttúrulegt og manngert. Garðar, skóglendi, vötn, götur eða hús. Allt í nálægð við búsetu og starfsemi hverskonar. Nemendum í öðrum og þriðja rannsökuðu nærumhvefi sitt nýlega. Nemendur lásu bækurnar Ánamaðkar og Humlur í bókaflokknum; allt milli himins og Jarðar. Að því tilefni fóru nemendur í vettvangsferð út á skólalóð sem er ansi víðfem í leit að hverskonar lífverum eins og flugum, köngulóm eða öðrum smálífverum.

Nokkrar lífverur rötuðu inn í skólastofuna til frekari og vandlegrar rannsóknar undir víðsjám eða stækkunarglerja. Sömuleiðis æfðu nemendur sig að gera súlurit í tenglsum við þessa rannsókn. En eitt af stærðfræðimarkmiðum er að skrá í og lesa úr súluritum. Nemendur sýndu þessari rannsókn og verkefni áhuga og voru ánægðir með vinnuna sína og þátttöku.


Athugasemdir