Lestraráskorun og ofurhetjuspil

Í sumar hvetjum við öll til að setja á sig ofurhetjuskikkjuna og taka þátt í Sumarlestri almenningsbókasafnanna. Lestur veitir ofurkraft, því meira sem þú lest, því meira lærir þú og skilur. Það er mikilvægt að halda lestri að börnum og ungmennum yfir sumartímann.

Á Bókasafninu á Húsavík er hægt að nálgast sumarlestursheftið. Það inniheldur sex lestraráskoranir og skemmtilegt ofurhetjuspil. Lestrarákorunin er að ná að lesa samanlagt í ákveðinn fjölda mínútna sem lestrarhetjan setur sér í samráði við foreldri eða annan fullorðinn. Hvað ætlar þú að lesa margar mínútur á einni viku? Í hvert sinn sem áskorun lýkur kvittar foreldri/forráðamaður og lestrarhetjan heimsækir bókasafnið með staðfestinguna til þess að fá límmiða til að líma á spilaborðið.

Gleðilegt ofurlestrar-sumar


Athugasemdir