Vorskólinn

hefja skyldunám í grunnskóla er mikilvægur og spennandi áfangi í lífi hvers barns. Það er að mörgu að hyggja. Læra nýja hluti, eignast vini og þróa með sér hæfileika sem munu fylgja manni út ævina. Elsti hópur á leikskólanum Grænuvöllum og tilvonandi nemendur fyrsta bekkjar á næsta skólaári komu í heimsókn til okkar í liðinni viku.

Í vorskóla fá nemendur æfingu í að hefja grunnskólagöngu. Nemendur unnu hverskonar verkefni eins og að lesa bókina Ég er næstum alltaf góð manneskja með áherslu á byrjendalæsi. Í bókinni er fjallað um ýmis hugtök eins og tillitssemi, nemendur fengust við krossglímu, unnu með frauðstafi og bókstafurinn A a var lagður inn. Nemendur leiruðu stafinn og lituðu. Nemendur glugguðu í bókina Sproti 1A og reyndu við fyrsta kaflann sem þótti spennandi. Nemendur fengu verkefnabók og æfðu sig að skrifa nafnið sitt, telja og skrifa bæði bók- og tölustafi. Sömuleiðis var farið í íþróttatíma hvar krakkarnir stóðu sig reglulega vel. Nemendur voru jákvæðir og vinnusamir og tilbúin að mæta í skólann sinn á nýju skólaári.


Athugasemdir