Skólaslit

Skólaslit Borgarhólsskóla fóru fram við hátíðlega athöfn  miðvikudaginn 6...
Skólaslit Borgarhólsskóla fóru fram við hátíðlega athöfn  miðvikudaginn 6. júní í sal skólans. Miðstig kl. 10, yngsta stig kl. 11 og unglingastig kl. 14.
Að lokinni samkomu á sal afhentu kennarar nemendum námsmat vorannar.
Við skólaslit unglinga voru afhent framfaraverðlaun sem sóknarnefnd Húsavíkurkirkju gaf.
 
Eftirtaldir fengu verðlaunin:
8:15    Oddlaug Petra Stefánsdóttir
8:18    Helga Sigurbjörnsdóttir
9:8      Helena Karen Árnadóttir
9:9      Inga Ósk Jónsdóttir
10:11 Bjarki Sveinsson
10:10 Iris Grímsdóttir
 
40 nemendur útskrifuðust að þessu sinni með grunnskólapróf úr 10. bekk.
 
Eftirtaldir fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur á grunnskólaprófi:
1.Stærðfræði: Hlöðver Stefán Þorgeirsson í 9. bekk.
2.Danska: Ragnar Pálsson
3.Benediktsverðlaun íslenska: Anna Björg Pálsdóttir
4. Benediktsverðlaun ritun: Bóas Gunnarsson
5. Náttúrufræði: Ragnar Pálsson
6. Samfélagsfræði: Hafþór Reinhardsson
7. Enska:  Arnkell Jónsson
8. Íþróttir: Sigþór Hannesson
9. Smíðar: Börkur Guðmundsson.
10. Myndlist: Tandri Gauksson
11. Bestur árangur á samræmdum prófum samanlagt: Ragnar Pálsson
12. Félagsmál: Sæunn Kristjánsdóttir, Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir
13: Hæsta einkunn í náttúrufræði á samræmdu prófi: Símon Böðvarsson
 
Að þessu sinni stunduðu  margir nemendur 10. bekkjar, auk nokkurra 9. bekkinga,  nám í framhaldsáföngum framhaldsskóla en þeir höfðu áður  lokið samræmdu prófi með góðum árangri í viðkomandi námsgrein.
12 nemendur stunduðu fjarnám í ýmsum námsáföngum við Ármúlaskólann í Reykjavík. Auk þess bauð skólinn í samvinnu við Framhaldsskólann á Húsavík nemendum nám í eftirfarandi námsgreinum:
   14 nemendur í íslensku 103                                  
    22 nemendur í ensku     103                               
    19 nemendur í ensku     203                                
      6 nemendur í stærðfr.  103                                
 
Nemendur skólans luku því 183 námseiningum frá Framhaldsskólanum á Húsavík og 72 einingum  frá Ármúlaskóla, alls 255 námseiningum á framhaldsskólastigi. Þess má geta að nokkur hópur unglinga stundar líka einingabært nám við Tónlistarskóla Húsavíkur þannig að ýmsir fara með gott veganesti í framhaldsskóla.
 
Við skólaslit á unglingastigi ávarpaði skólastjóri viðstadda.  Ragnar Pálsson og Hilmar Freyr Birgisson spiluðu á harmonikur og Sæunn Kristjánsdóttir flutti ávarp nemenda 10. bekkjar.
 
Að lokinni útskrift var nemendum 10. bekkjar og fjölskyldum þeirra ásamt starfsmönnum skólans boðið upp á góðgjörðir.
 
HV

Athugasemdir