Það er aldrei í boði að gera ekki neitt

Eineltishringurinn
Eineltishringurinn
Nú rennur senn upp alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti 8. nóvember. Borgarhólasskóli tekur þátt í þeim degi í ár líkt önnur fyrri ár. Í Borgarhólsskóla leggjum við okkur fram, sem þar vinnum, að hafa alla daga gegn einelti og með vináttu í gegnum uppeldisstefnu okkar Jákvæður agi og vikulegum bekkjarfundum. Það er því ákaflega sárt til þess að hugsa að mögulega sé fólk tilbúið að trúa því að allir starfsmenn grunnskóla stingi höfði sandinn í þeim eineltismálum sem upp koma, sama hver skólinn er.

Nú rennur senn upp alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti 8. nóvember. Borgarhólasskóli tekur þátt í þeim degi í ár líkt önnur fyrri ár. Í Borgarhólsskóla leggjum við okkur fram, sem þar vinnum, að hafa alla daga gegn einelti og með vináttu í gegnum uppeldisstefnu okkar Jákvæður agi og vikulegum bekkjarfundum. Það er því ákaflega sárt til þess að hugsa að mögulega sé fólk tilbúið að trúa því að allt starfsfólk grunnskóla stingi höfði sandinn í þeim eineltismálum sem upp koma, sama hver skólinn er.

Ég gerði einelti sérstaklega að umtalsefni í skólaslitaræðu minni árið 2014 en þá hafði komið fram í nemendakönnun Skólapúlsins veruleg frávik frá landsmeðaltali.

„…Eins og þið munið eflaust flest þá tók Borgarhólsskóli þátt í könnun sem ber heitið Skólapúlsinn í þessu skólaári. Þar eru lagðar kannanir fyrir foreldra og 140 nemendur í 6.-10. bekk. Markmið þessa er að meta innra starf, nám, líðan og námslegan metnað. Margt sem þar kom fram og reyndar allflest var afar ánægjulegt og styður okkur öll að halda áfram á svipaðari braut ….eitt var sláandi og það voru prósentutölur um einelti miðað við landsmeðaltal, þar skorum við 3% hærra en landið. Þetta er á engan máta ásættanlegt og við þessu þarf að bregðast. Hins vegar kemur líka í ljós í þessari úttekt að nær eingöngu er um síma- og neteinelti að ræða. Við skorum lægra en landið þegar spurt er um skólastofuna, frímínúturnar, búningsklefa, á leið til og frá skóla o.s.frv. En þegar kemur að netinu og síma þá skora okkar nemendur 4% stigum hærra en landsmeðatal! Þarna þurfum við öll sem fullorðin eru að takast í hendur og leita lausna…“

Árið 2010 var stofnað teymi innan skólans gegn einelti og aðgerðaáætlun með verk- og vinnulagi útbúið og kynnt. Það verklag er ófrávíkjanlegt og fullyrði ég að alltaf er unnið samkvæmt því þegar eineltistilkynningar berast skólanum. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér vinnureglur vegna þessa á heimasíðu skólans. Þar má m.a. finna tilkynningareyðublað, stefnuyfirlýsingu og útfærslu á verklagi. Til viðbótar eru lagðar tengslakannanir fyrir 3.-10.b tvisvar á ári alla skólagönguna.

Án efa er árangurinn misgóður, því miður. En margt hefur leysts vel sem betur fer. Það er aldrei í boði að gera ekki neitt enda einelti vítiskvalir sem enginn ætti að upplifa á ævi sinni. Einelti er ofbeldi sem aldrei er réttlætanlegt og ég fordæmi það. Þess vegna er allt sem viðkemur eineltismálum o.fl.; skráð, öllum upplýsingum um framvindu og verklag haldið vel til haga með skjalavörslu. Það gefur okkur tækifæri til að rifja upp þegar þarf og ekki síður til að rýna reglulega í hverju við getum breytt og hvað væri líklegra til að skila okkur betri árangri í vinnunni gegn einelti.

Verkferill þegar grunur er um einelti

Við eigum frábæran skóla með frábærum nemendum og frábæru starfsfólki. Við höfum og skulum áfram sameinast um að hlúa að skólanum okkar; að nemendum, starfsmönnum og foreldrum. Við skulum bera höfuðið hátt og horfa til stjarnanna. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að þau verði góðar manneskjur sem kunni að umgangast annað fólk og náttúruna af virðingu og með uppbyggingu í huga en við viljum líka að þau nái árangri. Þetta er sameiginlegt markmið okkar allra.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þann árangur sem hefur unnist frá mælingum; vellíðan nemenda aukist og tíðni eineltis dregist saman í skólanum.

 

 

Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir

Skólastjóri

 


Athugasemdir