1-1-2 dagurinn

Einn einn tveir dagurinn var haldinn í Borgarhólsskóla í síðustu viku... Einn einn tveir dagurinn var haldinn í Borgarhólsskóla í síðustu viku. Það voru nemendur 10. bekkjar sem eru í björgunarsveitarvali sem sáu um að fræða sér yngri nemendur um ýmislegt er varðar skyndihjálp. Meðlimir björgunarsveitarinnar Garðars voru 10. bekkingum til aðstoðar.
Það voru 7. og 8. bekkingar sem fengu þessa fræðslu. Þar sýndu 10. bekkingarnir þeim hvernig á að leggja mann í læsta hliðarlegu, hvernig blásið er í fullorðna manneskju og barn. Þeir sýndu einnig hjartahnoð og hvernig farið er að því að flytja mann sem hefur meiðst á hálsi eða baki. Þeir nemendur sem ekki eru í björgunarsveitarvalinu léku sjúklinga. Allt gekk þetta ljómandi vel og þökkum við þeim félögum í björgunarsveitinni kærlega fyrir aðstoðina.

Athugasemdir