110 ára afmæli

Borgarhólsskóli
Borgarhólsskóli
                                                       Húsvíkingar   Miðvikudaginn 22...
                                                       Húsvíkingar
 
Miðvikudaginn 22. nóvember verður haldið upp á 110 ára afmæli Borgarhólsskóla og er bæjarbúum af þvi tilefni boðið að heimsækja skólann og taka þátt í skólastarfinu.
 
1896 reistu Húsvíkingar fyrst skólahús og Barnaskóli Húsavíkur, síðar Borgarhólsskóli, varð til.
 
Í tilefni dagsins munu kennarar Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur  kenna fyrir opnum tjöldum og nemendur sýna afrakstur þemavinnu í skólastofum og á göngum.  
 
Þrjár stuttar samkomur verða haldnar  í sal skólans á afmælisdaginn:
 kl. 9:00 fyrir miðstig,
 kl. 10:00 fyrir yngsta stig
 kl. 11:00 fyrir unglingastig.
 
Gestir eru velkomnir í heimsókn í skólann frá kl. 8:15 – 12:00   og verður heitt á könnunni. 
 
Skólastjóri, starfsfólk og nemendur Borgarhólsskóla.