- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í 7. bekk eru að læra um lífríkið í fersku vatni og eru svo heppnir að Búðaráin er í seilingarfjarlægð. Þeir fóru þangað með kennurum sínum og skoðuðu lífríkið í og við ána, einnig tóku þeir sýni til að skoða frekar í víðsjá og smásjá. Þegar komið var í skólann greindu nemendur lífverurnar sem sáust til tegunda og höfðu þeir fundið bæði hornsíli og lirfur, orma og krabbadýr ásamt þörungum og fleiri smádýrum sem ekki náðist að greina til tegunda. Allir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndunum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |