Jæja þá erum við komin með krakkana á Lauga...
Jæja þá erum við komin með krakkana á Lauga. Ferðin gekk mjög vel og allir skemmtu sér
í rútunni. Það kom sér vel að Sigrún var með klukku því sumir spurðu á kortersfresti “hvað er klukkan”? Við
gátum samt horft á dvd á leiðinni sem gerði rútuferðina auðvitað bærilegri. Krakkarnir standa sig alveg frábærlega vel, eru hress og
jákvæð og fara að sjálfsögðu eftir öllum fyrirmælum. Skólarnir sem eru með okkur hér eru Hofsós og Snæfellsbær.
Krakkarnir ná vel saman og eru auðvitað okkur til sóma.
Við munum senda fréttir frá okkur á hverjum degi og eru það stelpurnar í herbergi 211 sem
ætla að vera fréttaritarar þessarar ferðar.
Spurning dagsins:
Ada hvað heitir þessi bær? (vorum að keyra í gegnum Búðardal)Búðardalur var
svarið.
“Nei Ada ég er að meina pleisið hérna”.
Já Búðardalur.
“Nei Ada húsin hérna í kring, bærinn!”
Já bærinn heitir Búðardalur!
“Ó, bíddu er það ekki bara svona dalur með einum bóndabæ eða
eitthvað??”
(hmmm spurning um smá upprifjun í landafræði Jón?)
Kveðja Ada