9...
9. bekkur dvelur nú í skólabúðum á Laugum í Sælingsdal. Fréttaritarar bekkjarins munu senda inn fréttir af dvölinni og munu
þær birtast hér um leið og þær berast.
Laugar 8.2.2010
Í morgun vöknuðum við óþægilega snemma og hoppuðum upp í rútu og
lögðum af stað í Lauga. Ferðin gekk bara vel en við gerðum 2 ,,miner" stopp á leiðinni, eitt heima hjá Axeli Flóvent því
hann vantaði iPod og annað til að pikka upp Litlu-Lauga liðið, utan við nestis stoppin. Komum á Lauga um eitt leytið og settumst öll niðrí matsal
þar sem reglur og dagskráin voru lesin upp. Okkur var skipt í 3 hópa og fórum við öll í 3 tíma í dag.
Við fórum í tíma þar sem við ákváðum nöfn og heróp fyrir hópana,
fórum svo t.d. í blindragöngutúr (stórhættulegur en áhrifaríkur!) og svo í snilldar íþróttatíma þar sem
við gerðum fullt af ,,awesome stuffi. Í matinn voru kjötbollur en þar er ekki mikið meira um þaða að segja. Eftir mat var svo frjáls
tími þar sem fólk gat sýnt hæfileika sína í borðtennis, pool, farið í sund og alls konar ,,stuff". Fengum svo öll að búa
til æðislega brjóstsykra sem að allir verða væntanlega að japla á alla vikuna. Þetta hefur verið mjög góður dagur og morgundagurinn
verður væntanlega eins.
Pís out!
Karitas og Elísabet.
Laugar 9.2.2010
Vorum vakin kl. 8:10 svo fengum við heilar 10 mínútur til að græja okkur fyrir morgunmat. Þegar
við vorum búin að jafna okkur eftir morgunmygluna fórum við í tímana.
Við fórum á byggðasafnið þar sem við fengum að ,,observa" gamla tímann og eigin
gömludagasögu. Fórum svo í ,,kjark og þor" þar sem reyndi mikið á kjark okkar til samskipta og síðan fórum við í
íþróttir. Þar þurftum við að losa um alla feimni og dansa ballett meðal annars. Svo kom að yndislegum hádegisverði og
eftirhádegistímum. Hver hópur fór í sinn tíma og í síðasta tíma farið í göngutúr upp á Tungustapa.
Við komumst heil og höldnu á tindinn þar sem okkur var sögð álfasagan fræga og niður fórum við óhappalaust. Í kvöldmatinn
var fiskur í raspi og síðst kl. 8 byrjaði fótboltakeppni milli hópa. Nánast allir komu að hvetja sitt lið og var rosarosa ,,fun" allt
saman.
Elisabet og Karitas
Laugar 10.2.2010
Dagurinn byrjaði með því að hópur 3 var vakin fyrr en hinir til að þau gætu
farið í sveitina. Það var ,,rise" hjá þeim kl. 8 en rest fékk að sofa píinu lengur. Meira um sveitaferðina á morgun því
ég er í hóp 2 og fer í sveitina á morgun. Á meðan fóru hópar 1 og 2 í tímana sína sem voru blaðamennska, kjarkur
og þor og íþróttir. Stefnum öll á frægð og frama því Gísli Einarsson kom með vélina og náði nokkrum brotum af
okkur. Sumum slæmum en sumum alveg fanta góðum. Eftir hádegi var svo félagsvist og síðan fórum við í galdratíma. Fengum við
að vita gjörsamlega ALLT um framtíð okkar og hvað væri í nánd. Þeir hörðustu létu sig hafa það að drekka kaffi og
Jóga spáði fyrir okkur í bollanum. Eftir kvöldmat var svo draugaóvissuferð með Jörgen sem var víst alveg snilld. En ,,yup this was awesome"
dagur og rosa rosa stuð. En, verið hress, ekkert stress, Iceland express.
P.S. Jóga er kona, ekki japönsk íþrótt!
11.2.2010
Dagurinn í dag var eins og dagurinn í gær nema að hópar 1 & 2 fóru í sveitaferð.
Fórum með rútu út í fjós (sem er nálægt svona engu!) og kikkuðum á beljurnar. Þetta var svona slatti af beljum og
Þorgrímur, bóndinn á bænum, sýndi okkur hvernig ætti að mjólka þetta (agalegt ,,græju system"). Þorgrímur gaf
okkur svo ,,awesome" ís og það var rosalega margt að skoða. Þegar við vorum búin í fjósinu var hoppað aftur upp í rútu og
við skelltum okkur á eitt stykki víkingabæ. Húsið var svona eftirlíking af húsinu sem Leifur heppni fæddist í ,,súper kúl"
sko. Grilluðum brauð og klæddum okkur í víkingabúninga. Svo var förinni heitið niður í fjárhús. Bóndinn þar gaf okkur
banana að borða og svo fórum við að tékka á blessuðum rollunum. Hittum svala kind með 4 horn og svo nokkrar bara með 1! Síðan
bíluðum við heim (Laugar=,,our new home") þar sem beið okkar matur og heit sturta.... Eftir hádegismat var svo val í íþróttir. Þar
voru hringir til að kasta, diskar til að snúa á priki og trúðahjól til að spreyta sig á. (Þeir bestu verða svo seldir í sirkusinn
:-) ). Svo kom kvöldmatur og svo frjálst. Eftir það komu Laugaleikarnir. Leikar sem maður er dæmdur til að verða sér til skammar en samt svoooo
,,awesome". Strumparnir voru í 1. sæti, 1 stigi á undan Gleðigosunum og Broskarlasamfélagið rak lestina. Voru veitt verðlaun fyrir leikana og ýmislegt
annað og svar sýnt glæsilegt myndbrot af dvöl okkar hér. EFtir leikana var svo sundlaugapartý og það vantaði aðeins 4 til að bæta
laugametið í pottaruðningi! En þetta var geðveikt lokakvöld og við eigum eftir að sakna þessa ,,pleis" rosa mikið. Svo er það bara að
pakka og fara á morgun.
,,See you thenn mom and dad! :-)