9. bekkur í dönsku leikhúsi
18.10.2007
Dönskutímar 9...
Dönskutímar 9. bekkjar miðvikudaginn 17. október voru nýttir í leikhúsferð. Bagsværd Amatör Scene, danskt
áhugaleikfélag er í heimsókn hjá Leikfélagi Húsavíkur um þessar mundir og var 9. bekk boðið á generalprufuna.
Leikritið heitir Jöklen brænder, það byggir á íslenskri þjóðsögu og gerist á Íslandi.
Allir voru sammála um að sýningin er afar góð, vel leikin og sérstaka athygli vakti útlit sýningarinnar sem er
mjög flott. Þess má einnig geta að krakkarnir voru skólanum sannarlega til sóma.
HRT