- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri eða skemmri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Í ár bar göngudaginn upp þriðjudaginn 15. september og var veður með ágætum þennan dag, þurrt, hægur vindur og sólarglenna af og til.
Nemendur fyrsta bekkjar notuðu daginn í sundlauginni til að leika og skemmta sér. Nemendur sjöttu og sjöundi bekkjar gengu upp að Botnsvatni og hringinn um vatnið.
Það eru forréttindi að búa í námunda við Vatnajökulsþjóðgarð. Nemendur áttunda til tíunda bekkjar fóru með rútu upp í þjóðgarðinn og gengu niður frá Hólmatungum niður í Vesturdal. Það þykir visst ævintýri að vaða yfir Stallá. Náttúran skartaði fallegum haustlitum. Gangan sóttist vel og voru nemendur sælir að henni lokinni.
Myndir frá deginum má finna HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |