- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Borgarhólsskóli hóf þróunarverkefni árið 2011 með það að markmiði að efla stuðning við nemendur með adhd. Unnið var í verkefninu árið 2011 til og með 2013. Síðan þá hefur það verið fastur liður í starfi skólans.
Markmiðin með verkefninu er að koma enn betur til móts við nemendur með adhd, bæta líðan þeirra, námsárangur og félagslega þátttöku. Sömuleiðis að auka upplýsingaflæði milli heimilis og skóla og byggja upp traust og jákvæð samskipti. Á sama tíma var fræðsla meðal starfsfólks um málið aukin. Þannig hefur byggst upp þekkingarbrunnur innan skólans um adhd.
Skólinn sótti nýverið um styrk í Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA til að þróa verkefnið áfram.
Það er ánægjulegt að skólinn hlaut styrk að upphæð 150 þús. kr. Hann mun nýtast vel til að efla enn frekar þjónustu við nemendur með adhd og ástæða til að þakka Menninga- og viðurkenningarsjóð fyrir.
Nýverið héldu ADHD-samtökin málþing í vitundarmánuði um adhd sem bar heitið Ferðalag í flughálku. Markmið þess var að varpa ljósi á stöðu ungmenna með adhd. Meðal fyrirlesara á málþinginu var Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari við skólann og umsjónarmaður verkefnisins Að beisla hugann.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |