- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Að venju blóta nemendur í 8. bekk ásamt foreldrum og kennurum þorrann. Blótið var haldið síðastliðið fimmtudagskvöld og gekk reglulega vel. Nemendur hafa sjálfir veg og vanda að skipulagningu. Nemendum er skipt í nefndir eftir áhuga og þeir fást við ólík verkefni.
Nemendur þurfa að huga að tæknimálum og tónlist, hvernig skal skreyta Salinn og raða hver situr hvar auk þess sem skipuleggja þarf blótið og útfæra skemmtiatriði. Hluti af undirbúningi er heimsókn í Norðlenska þar sem nemendur skoða steikingarlínu fyrirtækisins og fá að smakka þorramat. Súr sviðasulta og gleraugnapylsa vöktu ekki kátínu margra nemenda en nokkrir létu verða af því að smakka.
Að loknum skemmtiatriðum og áti tók við gömludansaball en í vikunni var haldin dansæfing ásamt foreldrum þar sem dansaður var hringdans, tekið upp hald, horfst í augu við dansfélaga sinn, stiginn vals, tango, polka og fleiri dansar. Foreldrar ekki síður en nemendur höfðu gaman af. Að loknu dansiballi tók við diskótek sem nemendur undirbjuggu sjálfir og foreldrar yfirgáfu samkomuna.
Skólinn þakkar foreldrum fyrir gott blót og nemendum fyrir vel unnin störf.
Veislustjórar kvöldsins
Don´t stop me now hjá veislustjórunum
Fósturlandsins Freyja
Húsavík er okkar í flutningi foreldra
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |