Að lesa fyrir ömmu

Lestrarömmurnar
Lestrarömmurnar
Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Allar eru þær fyrrverandi starfsmenn skólans eða leikskólans en þær Helga Þórarinsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Rannveig Benediktsdóttir koma tvisvar í viku.

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Allar eru þær fyrrverandi starfsmenn skólans eða leikskólans en þær Helga Þórarinsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Rannveig Benediktsdóttir koma tvisvar í viku.

„Þetta er aukin þjónstu við nemendur“ segir skólastjóri og bætir því við að vera þeirra ýmist í kennslustofu, á göngunum eða kaffistofunni setur rólegan blæ á skólasamfélagið og hefur góð áhrif. „Þetta er sjálfboðaliðastarf og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir“, segir Þórgunnur.

Frá vinstri þær Helga, Rannveig og Lilja.