- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er mikilvægt að skapa nemendum jákvætt og þægilegt námsumhverfi. Nemendur í Námsveri í teymi átta, níu og tíu tóku sig til undir handleiðslu starfsfólks skólans og sköpuðu sitt eigið námsumhverfi. Það þurfi að ákveða litinn, undirbúa framkvæmdina, gera við skemmdir, pússa og síðan mála.
Verkið krafðist samvinnu og skipulagningar. Verkið gekk ákaflega vel og námsumhverfið sannarlega fyrir nemendur enda skapað af þeim sjálfum. Hæglega má tengja þetta verkefni við ýmis markmið í námskrá eins og; leggja áherslu á vinnubrögð sem þroska félagslega færni og skipulags- og samskiptahæfni og allir nemendur eiga rétt á hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |