Að skrá veikindi í mentor

Á hverjum morgni tilkynna foreldrar um veikindi barna sinna sem mæta ekki í skólann þann daginn. Það hefur verið gert með því að hringja, senda tölvupóst eða með öðrum skilaboðaleiðum. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu foreldra á veikindum barna sinna í gegnum mentor.is hvort heldur sem er í tölvu eða í farsíma. Við hvetjum fólk til að nýta sér þessa leið. Athugið að foreldrar þurfa að vera innskráðir á eigin kennitölu.

 

Sjá hér skýringarmyndir.

Hér er viðmótið sem blasir við foreldrum þegar búið er að skrá sig inn á mentor.is

 

Smellt er á ástundun

 

Smellt er á skrá veikindi uppi í vinstra horninu.

 

Veikindi eru skráð fyrir daginn í dag og sömuleiðis býðst að skrá morgundaginn.