Lögreglan á Húsavík, Aðalsteinn Júlíusson (Addi lögga) heimsótti Borgarhólsskóla nú á dögunum...
Lögreglan á Húsavík, Aðalsteinn
Júlíusson (Addi lögga) heimsótti Borgarhólsskóla nú á dögunum.
Hann fór í allar bekkjardeildir og ræddi við börn og unglinga um umferðina,
hættur í umhverfinu, lífið og tilveruna og annað sem námsefn i og forvarnarefni lögreglu gefur tilefni til.
Námsefnið er tengt Aðalnámskrá grunnskóla sem og lífsleikni og er
samræmt á landsvísu.
Þema heimsókna til bekkjardeildanna eru, talin frá 6.bekk og uppúr:
Á leið í skólann; Hver eru viðfangsefni lögreglunnar; Mikilvægar reglur; Umburðarlyndi; Umferðin; Mitt
og þitt; Hættulegt eða öruggt; Afbrot og afleiðingar; Stöðvum ofbeldið; Þitt líf – Þitt
val.
Mikilvægt er að góð samvinna sé á milli skóla, uppalenda og
lögreglunnar. Ekki síst í ljósi þess að lögreglumenn búa yfir mikilli hagnýtri reynslu sem nýtist vel í því
forvarnarstarfi sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að lögregla sé í góðum tengslum við nemendur, sé sýnilegt og
aðgengileg og nýti sér þá sérstöðu sem hún hefur í samfélaginu til að fræða börn um helstu
áhættuþætti í umhverfi þeirra.
Lögð er sérstök áhersla í öllum bekkjardeildum á notkun öryggisbúnaðar, hjálma,
öryggisbelti, endurskinsmerki og aðrar persónuhlífar sem nota skal við hinar ýmsu aðstæður.
Í eldri deildum er lögð áhersla á
við börnin að þau geri sér grein fyrir að þau eigi val í lífinu, að þau geti stjórnað því sjálf að mestu
leyti hvort þau kjósi að nota öryggisbúnað sem í boði er og er þá lögð sérstök áhersla á notkun
reiðhjólahjálma. Skýrð eru út fyrir nemendum hugtök í eðlisfræði er varða umferðina, t.d. afleiðingar þess að
nota ekki bílbelti og hvað gerist ef slys verður og viðkomandi er laus í bifreiðinni.
Námsefnið er allt miðað við aldur barnanna og umfjöllunin miðast við
þroska þeirra til að meðtaka það sem lögregla hefur fram að færa.
Það er mat lögreglunnar að börn í Borgarhólsskóla séu mjög
meðvituð um umhverfi sitt og hættur sem þar leynast. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og vill lögregla koma því á
framfæri við foreldra að nota tækifærið og ræða þessa hluti við börnin og fræða þau og hvetja til góðra
verka. Lögreglan er eftir sem áður fús til samstarfs við foreldra og er ætíð opið hjá lögreglunni og heitt á könnunni
ef fólk vill ræða eitt eða annað.
Lögreglan vill þakka Borgarhólsskóla, kennurum, nemendum og foreldrum gott samstarf og
óskar öllum velfarnaðar í umferðinni.
Bent er á heimasíðu lögreglunnar; www.logreglan.is, sem og heimasíðu ríkislögreglustjóra, www.rls.is (forvarnir og viðbrögð),
um forvarnarstarf lögreglunnar og aðrar hagnýtar upplýsingar.
Með kveðju, Aðalsteinn Júlíusson varðstjóri, lögreglunni á Húsavík.