Í vikunni 27...
Í vikunni 27. september – 1. október mun Borgarhólsskóli taka
þátt í ADHD vitundarviku sem ADHD samtökin efna til. ADHD er skammstöfun fyrir ofvirkni með athyglisbresti. Samkvæmt rannsókn hjá
Íslenskri erfðagreiningu glímir um 7,5% barna hérlendis við ADHD og mörg börn eru jafnframt með ýmsar fylgiraskanir. Umsjónarkennarar
munu fjalla almennt um ADHD inn í sínum bekkjum, útskýra fyrir nemendum hvað ADHD er og hvað felst í því að vera ofvirkur með
athyglisbrest. Einnig verður starfsfólki gert kleift að auka þekkingu sína á málinu.
Á heimasíðu samtakanna (adhd.is) er að finna mikinn fróðleik um
ADHD og skemmtilegan krakkavef með ýmsum upplýsingum og leikjum.
Jákvæð umræða og fræðsla eykur skilning og
umburðarlyndi.